Ešal Toppur meš andoxunarefnum

Eðal Toppur er ný kynslóð vatnsdrykkja og nýjung á íslenskum markaði. Eðal Toppur er bragðbætt vatn án kolsýru og með bætiefnum, annars vegar með andoxunarefnum og hinsvegar með trefjum.

Eðal Toppur með andoxunarefnum er með ferskju- og aloe vera-bragði og inniheldur hver flaska um 25% af ráðlögðum dagskammti E-vítamína. Andoxunarefni eru undirstaða þess að vernda frumuhimnur líkamans fyrir skemmdum af völdum oxunar.

E-vítamín er öflugasta fituleysanlega andoxunarefnið og auk þess að vernda frumuhimnur fyrir skemmdum af völdum oxunar er það talið afar mikilvægt fyrir hjarta og blóðrás. Þetta er eitt mest rannsakaða vítamínið í tengslum við hjartasjúkdóma og hjartaáföll og benda rannsóknir til að það geti dregið úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum.

Eðal Toppur er fáanlegur í 0,5L umbúðum með sporttappa.